16. september 2022
Styrkjum úr Hvatningarsjóði Kviku var úthlutað í gær í húsakynnum bankans. Marinó Örn Tryggvason forstjóri Kviku banka úthlutaði 5 iðnnemum og 6 kennaranemum styrkjum fyrir skólaárið 2022-2023.
Hvatningarsjóður Kviku hefur það hlutverk að hvetja og styrkja ungt fólk til iðn- og kennaranáms. Markmið sjóðsins er að efla umræðu og vitund um mikilvægi iðn- og kennaranáms og þýðingu starfa sem því tengjast fyrir íslenskt atvinnulíf. Sjóðurinn er samstarfsverkefni Kviku, mennta- og barnamálaráðuneytisins og Samtaka iðnaðarins.
Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku banka. „Hvatningarsjóðurinn er nú að úthluta styrkjum í fimmta skipti en sjóðurinn var stofnaður árið 2018. Á þessum fimm árum sem sjóðurinn hefur verið starfandi hefur verið virkilega ánægjulegt að fylgjast með þeirri miklu aukningu umsókna í bæði iðn- og kennaranám. Við erum feykilega stolt af framlagi okkar til þessarar jákvæðu þróunar og vonumst til þess að sjá enn meiri aukningu á komandi árum. Þá vil ég sérstaklega þakka samstarfsaðilum okkar, Samtökum iðnaðarins og mennta- og barnamálaráðuneytinu, fyrir þeirra ómetanlega vinnuframlag í þessu verkefni.“
Árni Sigurjónsson, formaður Samtaka iðnaðarins: „Samtök iðnaðarins leggja áherslu á að menntakerfið mæti þörfum atvinnulífsins og kröfum framtíðarinnar. Því teljum við mikilvægt að vegur iðnnáms verði sem mestur. Það er því með mikilli ánægju sem við tökum þátt í að hvetja og styrkja ungt fólk í iðnnámi. Öllum styrkþegum óskum við til hamingju um leið og við óskum þeim velfarnaðar í þeim fjölbreyttu verkefnum sem framundan eru.“
Hvatningarsjóður Kviku óskar eftirtöldum styrkþegum til hamingju með úthlutaðan styrk á árinu:
Aníta Theodórsdóttir
Nemi í fataiðn/klæðskeranámi við Tækniskólann
Ásthildur Margrét Jóhannsdóttir
Meistaranemi í hagfræðikennslu (fjármálalæsi) fyrir framhaldsskólanema við Háskóla Íslands
Bjarki Guðmundsson
Meistaranemi við kennaradeild Háskóla Íslands í grunnskólakennslufræði með áherslu á tónmennt
Guðmundur Hjalti Jónsson
Iðnnemi við Borgarholtsskóla
Heiða Harðardóttir
Nemi í húsgagnabólstrun við Tækniskólann
Helgi Björn Agnarsson
Nemi í húsasmíði við Fjölbrautaskólann í Breiðholti
Hrannar Rafn Jónasson
Meistaranemi í kennslufræði við Háskóla Íslands
Ingimundur Guðmundsson
Meistaranemi í kennslufræði við Háskóla Íslands með áherslu á stærðfræði fyrir grunnskólanema
Íris Ragnarsdóttir
Nemi í rafvirkjun við Fjölbrautaskóla Suðurlands
Linda Karen Gunnarsdóttir
Nemi í kennslufræði við Háskóla Íslands með áherslu á kennslu náttúrugreina í grunnskóla
Óskar Finnur Gunnarsson
Nemi í kennslufræði við Háskóla Íslands með áherslu á grunnskólakennslu yngri barna