27. maí 2022

Hlutafjárútboði Ölgerðarinnar lýkur í dag

Í dag kl. 16:00 lýkur hlutafjárútboði Ölgerðarinnar Egill Skallagrímsson hf. Gert er ráð fyrir að tilkynna um úthlutun til fjárfesta fyrir lok dags mánudaginn 30. maí og verða greiðsluseðlar sendir út í kjölfarið. Gjalddagi og eindagi greiðsluseðla er föstudaginn 3. júní og ráðgert er að afhending hluta muni eiga sér stað 7. og 8. júní. Fyrsti viðskiptadagur Ölgerðarinnar (OLGERD) á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. verður fimmtudaginn 9. júní 2022.

 

Umsjónaraðili útboðsins er  fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka hf.

 

Ítarlegri upplýsingar um útboðið og skráningu áskrifta má finna hér.

Til baka