13. maí 2022

Hlutafjárútboð Ölgerðarinnar

Kvika banki hefur umsjón með almennu útboði og skráningu Ölgerðarinnar Egill Skallagrímsson hf. á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. Útboðið mun fara fram dagana 23.-27. maí 2022 og verða boðnir til kaups samtals  827.299.496 hlutir af áður útgefnu hlutafé í félaginu, sem samsvarar 29,5% af útgefnu hlutafé félagsins. Ráðgert er að niðurstaða útboðsins muni liggja fyrir eigi síðar en mánudaginn 30. maí og er fyrsti viðskiptadagur áætlaður fimmtudaginn 9. júní.

Nánari upplýsingar um útboðið og skráningu áskrifta má nálgast hér.

Til baka