09. ágúst 2017

Hækkun hlutafjár

Stjórn Kviku banka hf. samþykkti í dag, 9. ágúst 2017, að hækka hlutafé Kviku í A-flokki um kr. 300.000.000 að nafnvirði með útgáfu nýrra hluta.

Ákvörðun stjórnar um hækkun hlutafjár félagsins byggir á heimild hluthafafundar sem haldinn var 14. júlí 2017, þar sem stjórn var heimilað að auka hlutafé félagsins í A-flokki um allt að kr. 400.000.000 að nafnvirði með útgáfu nýrra hluta.

Hluthafar Kviku í A-flokki eiga forgangsrétt til áskriftar að nýjum hlutum og verður sent bréf þess efnis til þeirra. Réttur hluthafa til að nýta sér forgangsrétt sinn er til 24. ágúst.

Áætlað er að áskrift vegna nýrra hluta ljúki ekki síðar en þann 18. september 2017.

Andvirði hlutafjárhækkunarinnar verður nýtt til greiðslu kaupverðs alls hlutafjár Virðingar hf. og Öldu sjóða hf. Umfang hækkunar hlutafjár miðast við að kaupin hafi ekki teljandi áhrif á eiginfjárhlutfall Kviku.

Til baka