20. október 2022

Google Pay hjá Kviku

Greiðslukort frá Kviku virka nú með Google Pay. Hægt er að virkja bæði debet- og kredikort Kviku.

Google Pay er einföld, örugg og hraðvirk greiðslulausn. Þegar greiðsla er framkvæmd notar Google Pay sýndarnúmer sem kemur í stað kortnúmers og eru því greiðslur með Google Pay þægilegri og öruggari en greiðslur með kortum.

Við hvetjum viðskiptavini okkar til að virkja kortið í Google Wallet í Android símum.

Til baka