02. desember 2022
Gengi Hlutabréfavísitölu Kviku hækkaði mest allra vísitalna Kviku í mánuðinum en vísitalan hækkaði um 1,2% á milli mánaða.
Þróun vísitalna Kviku frá áramótum
Gengi vísitalna í nóvember
Markaðsvísitala Kviku, KVIKATRI, hækkaði um 0,5%. Meðallíftími Markaðsvísitölunnar lækkaði um 0,1. Markaðsvirði vísitölunnar lækkaði um 9 ma.kr. á milli mánuða og stóð í lok mánaðarins í 3.943 ma.kr.
Verðtryggða vísitalan, KVIKAi, lækkaði um 0,7% í mánuðinum og lækkaði markaðsvirði hennar um 1 ma.kr. Gengi óverðtryggðu vísitölunnar, KVIKAxi, lækkaði um 0,1% en markaðsvirði hennar hækkaði um 3 ma.kr. Í heildina lækkaði Ríkisskuldabréfavísitalan, KVIKAGOVI, um 0,3%. Verðtryggingahlutfall vísitölunnar lækkaði um 0,1 prósentustig og meðaltími vísitölunnar lækkaði um 0,1 í mánuðinum og er nú 5,3.
Skuldabréfavísitalan, KVIKAXGOVI, lækkaði um 0,2% í nóvember en markaðsvirði vísitölunnar lækkaði um 1 ma.kr. Vísitala opinberra aðila, KVIKAp, lækkaði um 0,6% á sama tíma og sértryggða vísitalan, KVIKAcb, stóð í stað.
Hlutabréfavísitala Kviku, KVIKAEQI, hækkaði um 1,2% í mánuðinum. Markaðsvirði vísitölunnar lækkaði um 9 ma.kr. í nóvember og stendur nú í 2.127 ma.kr. Hlutabréfavísitalan KVIKAeqcap hækkaði um 1,1% í nóvember.
Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa, KVIKAc, hækkaði um 0,4% á milli mánaða. Markaðsvirði vísitölunnar lækkaði um 1 ma.kr.
Þróun félaga innan Hlutabréfavísitölu Kviku í nóvember 2022
Frekari upplýsingar um vísitölur Kviku má finna hér. Vísitölurnar eru sendar út í lok hvers viðskiptadags til áskrifenda, hægt er að skrá sig með því að senda póst á visitolur@kvika.is