03. desember 2025

Gamlársdagur ekki lengur viðskiptadagur

Seðlabanki Íslands tilkynnti 25. ágúst 2025 um breytingar á reglum um millibankagreiðslukerfi bankans, sem nú hafa verið birtar í Stjórnartíðindum.

Breytingin felur í sér að gamlársdagur telst ekki lengur viðskiptadagur samkvæmt reglum nr. 1030/2020 um millibankagreiðslukerfið.

Við hvetjum því viðskiptavini okkar til að klára greiðslur, sem eiga að tilheyra árinu 2025, þann 30. desember nk.

Nánar um breytinguna

Til baka