11. maí 2016
Fyrirtækjaráðgjöf Kviku hefur verið falið að selja allt hlutfé í fjarskiptafyrirtækinu Nova ehf. Nova tók formlega til starfa í desember 2007 og setti strax mark sitt á fjarskiptamarkaðinn með nýju viðskiptamódeli sem lagði áherslu á frí símtöl innan kerfis. Til að byrja með var áherslan á ódýr símtöl og 3G farsíma en með aukinni snjallsímaeign var meiri áhersla lögð á netið í símann. Nova var fyrsta símafyrirtækið á Íslandi til að bjóða 4G þjónustu í apríl 2013 sem skilaði félaginu gríðarlegum vexti og í lok árs 2015 var Nova stærsta farsímafélagið á Íslandi.
Áhugasamir fjárfestar geta leitað upplýsinga hjá fyrirtækjaráðgjöf Kviku á netfangið nova@kvika.is.