21. júní 2019
Þann 19. júní veitti stjórnarformaður Kviku, Kristín Pétursdóttir, fimm verðugum verkefnum styrk fyrir hönd sjálfseignarstofnunarinnar FrumkvöðlaAuðar.
Stofnunin hefur það að meginstefnu að hvetja konur til frumkvæðis og athafna. Stjórn sjóðsins veitir styrki sem úthlutað er á kvenréttindadaginn, 19. júní, ár hvert.
Þau verkefni sem hlutu styrk í ár, að upphæð 1 milljón króna hvert, voru:
Stelpur styðja stelpur
Tilgangur verkefnisins er að efla ungar konur til athafna á Íslandi en jafnframt stuðla að samstarfi við önnur Project Girls for Girls félög á heimsvísu.
UAK – stjórn Ungra athafnakvenna
Markmið félagsins er að stuðla að jafnrétti, hugarfarsbreytingu og framþróun í samfélaginu.
Háskólinn í Reykjavík vegna verkefnisins, Stelpur og tækni
Tilgangur verkefnisins er að vekja áhuga stelpna á fjölbreyttum möguleikum í tækninámi og tæknistörfum.
Arctic Barley
Ný íslensk heilsufæða þróuð af tveimur konum, nýútskrifuðum matvælameisturum Hildi Guðrúnu Baldursdóttir og Brögu Stefaný Mileris.
EASY
Þróun á smáforriti sem hefur það að markmiði að einfalda líf einstaklinga með ADHD, aðstoða þau við að halda utan um daglegt líf, ásamt því að draga úr álagsþáttum.
Berglind Guðmundsdóttir er fumkvöðull verkefnisins.
Við óskum styrkhöfum innilega til hamingju!