23. júní 2020

FrumkvöðlaAuður óskar styrkþegum til hamingju

Þann 19. júní veitti Kristín Pétursdóttir þremur verðugum verkefnum styrk fyrir hönd sjálfseignarstofnunarinnar FrumkvöðlaAuðar.

Meginstefna stefna stofnunarinnar er að hvetja konur til athafna og frumkvæðis. Styrkjum er úthlutað á kvennréttindadaginn 19. júní ár hvert.

Verkefnin sem voru valin í ár:  

MAT- Sjálfbær þróun kaupmannsins á horninu 2020. Ragna Margrét Guðmundsdóttir

MAT er heildstætt dreifikerfi fyrir matvæli sem eru versluð á netinu. Megin áhersla með verkefninu er að lágmarka kolefnisspor þjónustuaðila, bæta lífsgæði fólks og minnka sóun á matvælum.

VENJA- Rakel Guðmundsdóttir og Sirrý Svöludóttir

Venja er kerfi sem gerir viðskiptavinum kleift að nálgast réttu bætiefnin á aðgengilegan og upplýstan hátt. Viðskiptavinur fær sérsniðnar ráðleggingar hvaða bætiefni hann þarf og býðst að gerast áskrifandi að sínum bætiefnum.

Carbor Skoots- Lilja Ýr Guðmundsdóttir, Bergþóra Ólöf Björgvinsdóttir og Margrét Sóley Kirstjánsdóttir

Carbor Skoots er smáforrit fyrir nemendur og starfsfólk HR með það að markmiði að draga úr umferð á háannatíma með því að sameina ferðir nemenda og starfsmanna í bíla.

Kvika óskar styrkþegum innilega til hamingju!

 

 

Til baka