23. júní 2020
Þann 19. júní veitti Kristín Pétursdóttir þremur verðugum verkefnum styrk fyrir hönd sjálfseignarstofnunarinnar FrumkvöðlaAuðar.
Meginstefna stefna stofnunarinnar er að hvetja konur til athafna og frumkvæðis. Styrkjum er úthlutað á kvennréttindadaginn 19. júní ár hvert.
Verkefnin sem voru valin í ár:
MAT- Sjálfbær þróun kaupmannsins á horninu 2020. Ragna Margrét Guðmundsdóttir
MAT er heildstætt dreifikerfi fyrir matvæli sem eru versluð á netinu. Megin áhersla með verkefninu er að lágmarka kolefnisspor þjónustuaðila, bæta lífsgæði fólks og minnka sóun á matvælum.
VENJA- Rakel Guðmundsdóttir og Sirrý Svöludóttir
Venja er kerfi sem gerir viðskiptavinum kleift að nálgast réttu bætiefnin á aðgengilegan og upplýstan hátt. Viðskiptavinur fær sérsniðnar ráðleggingar hvaða bætiefni hann þarf og býðst að gerast áskrifandi að sínum bætiefnum.
Carbor Skoots- Lilja Ýr Guðmundsdóttir, Bergþóra Ólöf Björgvinsdóttir og Margrét Sóley Kirstjánsdóttir
Carbor Skoots er smáforrit fyrir nemendur og starfsfólk HR með það að markmiði að draga úr umferð á háannatíma með því að sameina ferðir nemenda og starfsmanna í bíla.
Kvika óskar styrkþegum innilega til hamingju!