19. maí 2025
FrumkvöðlaAuður hefur opnað fyrir umsóknir um styrki en sjóðurinn hefur það meginmarkmið að hvetja og styrkja ungar konur til frumkvæðis og athafna.
Sjóðurinn var stofnaður árið 2009 og er sjálfseignarstofnun. Undanfarin ár hefur sjóðurinn styrkt fjölmörg verðug verkefni og nú hefur verið opnað fyrir umsóknir fyrir árið 2025. Umsóknarfrestur er til og með 10. júní næstkomandi.
Stjórn sjóðsins veitir svo styrki á kvenréttindadaginn, 19. júní.
Bati Health
Smáforrit sem hefur það markmið að bæta lífsgæði einstaklinga sem glíma við áfengis- og vímuefnafíkn
Dýpi
Fyrsta hafmálningin sem er framleidd úr vottaðri náttúruafurð, kalkþörungum úr Arnarfirði
Flöff
Stefnir á að koma á fót fyrstu textíl endurvinnslustöðinni á Íslandi þar sem ónothæfur textíll er brotinn niður og úr honum sköpuð verðmæti m.a. vörur með hljóðdempandi áhrifum
Heima
Smáforrit sem hjálpar fjölskyldum að skipta annarri og þriðju vakt heimilisins á milli sín á skemmtilegan hátt
Hringvarmi
Nýtir umfram varma gagnavera til matvælaframleiðslu, nánar tiltekið spírur (e. microgreens)