19. maí 2022

FrumkvöðlaAuður hefur opnað fyrir umsóknir um styrki

FrumkvöðlaAuður er sjálfseignarstofnun sem stofnuð var árið 2009. Sjóðurinn hefur það markmið að hvetja og styrkja konur til frumkvæðis og athafna.

Á þeim þrettán árum sem sjóðurinn hefur verið starfræktur hafa fjölmörg verkefni hlotið viðurkenningu og styrk fyrir sín verkefni. Árið 2021 hlutu Octavia, sem er hugbúnaður og markaðstorg fyrir fjarkennslu í tónlist, og Fortuna Invest, sem veitir fræðslu með það að markmiði að auka fjölbreytta þátttöku á fjármálamarkaði, styrki frá sjóðnum.

Stjórn sjóðsins veitir styrki á kvenréttindadaginn, 19. júní ár hvert.


Sjóðurinn hefur nú opnað fyrir umsóknir um styrki. Nánari upplýsingar og umsókn má finna hér.

Til baka