25. maí 2023

FrumkvöðlaAuður hefur opnað fyrir umsóknir um styrki

FrumkvöðlaAuður er sjálfseignarstofnun sem stofnuð var árið 2009. Sjóðurinn hefur það meginmarkmið að hvetja og styrkja ungar konur til frumkvæðis og athafna.

Síðan sjóðurinn tók til starfa hafa fjölmörg verðug verkefni hlotið viðurkenningu og styrk. Árið 2022 hlutu SoGreen sem vinnur að einstaka loftlagslausn, Snerpa Power sem vinnur að því að sjálfvirknivæða kerfi fyrir stórnotendur rafmagns og Orb Vision sem hanna hugbúnaðarlausn sem mælir kolefnisbindinu skóga.

Stjórn sjóðsins veitir styrki á kvenréttindadaginn, 19. júní ár hvert.

Sjóðurinn hefur nú opnað fyrir umsóknir um styrki og er umsóknarfrestur til og með 4. júní næstkomandi.

Nánari upplýsingar má finna hér.

Til baka