03. september 2025
Frá og með 8. september 2025 verða dagslok í innlánakerfum Reiknistofu bankanna færð frá kl. 21:00 til kl. 24:00.
Þetta þýðir að millifærslur og greiðslur sem framkvæmdar eru fyrir miðnætti á virkum dögum verða bókaðar sama dag. Færslur sem berast á frídögum verða áfram bókaðar næsta virka dag.
Markmiðið með breytingunni er að samræma dagslok bankakerfa við almanaksdaga og styðja þannig við nútíma viðskiptahætti, sveigjanlegri opnunartíma og samfellda þjónustu.
Breytingin mun nýtast bæði einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum sem treysta á hraða og örugga afgreiðslu bankaviðskipta á kvöldin.
Tilkynning frá Reiknistofu bankanna
Við hvetjum viðskiptavini okkar og samstarfsaðila til að kynna sér áhrif breytingarinnar á sín viðskipti. Ef eitthvað er óljóst getur þú haft samband við okkur á kvika@kvika.is eða í síma 5403200