22. nóvember 2022

Yfirlit debetkorta í netbanka breytist 24. nóvember.

Frá og með 24. nóvember munu debetkortafærslur sem ekki hafa verið gerðar upp af söluaðila birtast "í bið“ á kortayfirliti í netbanka. Á meðan færslur eru í bið þá mun staða reiknings ekki lækka en upphæð til ráðstöfunar lækkar. 

Ástæðan fyrir þessum breytingum er að Reiknistofa bankanna er að hætta hefðbundinni debetkortavinnslu sem þau hafa sinnt hingað til og virknin er að færast yfir til Valitor. Viðskiptavinir ættu ekki að finna fyrir neinu í ferlinu, en ef eitthvað kemur upp þá er alltaf hægt að hafa samband í síma 540 3200 eða í gegnum kvika@kvika.is

Til baka