29. mars 2020
Okkur er umhugað um velferð viðskiptavina okkar og starfsfólks. Vegna herts samkomubanns og til þess að sporna gegn útbreiðslu COVID-19 höfum við lokað á beinan aðgang að afgreiðslu okkar í Katrínartúni 2. Til að fá afgreiðslu er nauðsynlegt að panta tíma fyrirfram og þá einungis fyrir brýn erindi sem ekki er hægt að leysa með öðrum hætti. Við erum hins vegar til staðar og viljum benda viðskiptavinum á að hægt er að:
Hafa samband við þjónustu- Hægt er að hafa samband í síma 540-3200 eða senda tölvupóst á netfangið kvika@kvika.is.
Pantaðu símtal- Í ljósi aðstæðna bjóðum við upp á ráðgjöf og þjónustu símleiðis. Ef erindið krefst afgreiðslu í bankanum í Katrínartúni 2, finnum við tíma sem þér hentar.