07. nóvember 2024
Fjárfestadagur Kviku – Kynning og beint streymi
Fjárfestadagur Kviku verður haldinn í dag fimmtudaginn 7. nóvember kl. 12.00 til 16.00 í Norðurljósasal Hörpu. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi á vef Kviku.
Á fjárfestadeginum munu Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, og stjórnendur kynna stefnu og áherslur bankans í kjölfar væntrar sölu á TM tryggingum hf. Farið verður yfir helstu atriði uppgjörs fyrir þriðja ársfjórðung 2024 auk þess sem aðalhagfræðingur bankans mun fjalla um þróun og efnahagshorfur á Íslandi og í Bretlandi.
Á fjárfestadeginum og í kynningu verður meðal annars farið yfir:
· Uppgjör þriðja ársfjórðungs 2024
· Þróun og efnahagshorfur á Íslandi og í Bretlandi
· Stefna og áherslur Kviku í kjölfar væntrar sölu á TM
· Fjármögnun og áætluð eiginfjárstaða
· Áætlaðar arðgreiðslur í kjölfar sölu
· Fjárhagsleg markmið og möguleg þróun
Hér er hægt að nálgast kynningarefni fjárfestadagsins, dagskrána og beint streymi:
Hægt verður að senda inn spurningar á meðan á fundi stendur.
Fundurinn fer fram á íslensku og ensku en kynningarefni er á ensku.
Upptaka með enskum texta verður síðar gerð aðgengileg á vef Kviku.
Nánari upplýsingar veita fjárfestatengsl Kviku á netfanginu fjarfestatengsl@kvika.is