16. nóvember 2016

CODEXIT – Hver yrðu áhrif BREXIT á útflutning sjávarafurða?

Bresk-íslenska viðskiptaráðið hélt í morgun vel heppnaðan fund í samstarfi við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og Kviku. Um 30 manns mættu til að hlýða á Dr. Jón Þránd fara yfir möguleg áhrif BREXIT á þorskútflutning til Bretlands. Í erindinu kom fram hvert BREXIT flækjustigið er og hvaða BREXIT áhrif eru þegar sjáanleg á þorskmörkuðum í Bretlandi. Jafnframt var fjallað um mögulegar leiðir til að bregðast við BREXIT fyrir útflytjendur og stjórnvöld á Íslandi.

Til baka