20. júní 2017

Bjarki Sigurðsson ráðinn til einkabankaþjónustu Kviku

Bjarki-Sigurdsson

Bjarki Sigurðsson hefur verið ráðinn sérfræðingur í einkabankaþjónustu Kviku. Bjarki er mjög reynslumikill og hefur starfað í einkabankaþjónustu og verðbréfaráðgjöf hjá Arion banka og forverum hans frá árinu 1999.


Einkabankaþjónusta Kviku er persónuleg, fagleg og víðtæk þjónusta sem snýr fyrst og fremst að fjármálaumsýslu. Markmið einkabankaþjónustu er að starfa með viðskiptavinum sínum að traustri langtímauppbyggingu eignasafna auk þess að annast persónuleg fjármál.

Á síðustu mánuðum hafa fjölmargir fjárfestar og sparifjáreigendur bæst í hóp viðskiptavina eignastýringar Kviku. Eignir í stýringu hafa vaxið umtalsvert og nema nú um 135 milljörðum króna. Þeim fjármunum er fjárfest hérlendis og erlendis í öllum helstu eignaflokkum og mörkuðum. Þrjú ár í röð hefur eignastýringarþjónusta Kviku verið valin sú besta á Íslandi af breska fjármálatímaritinu World Finance.

Til baka