19. nóvember 2025
Alveg frá fyrsta degi hafa húsnæðislánavextir hjá Auði verið beintengdir þróun stýrivaxta Seðlabanka Íslands.
Auður hefur því lækkað vexti á húsnæðislánum sínum um 0,25 prósentustig í kjölfar ákvörðunar Seðlabanka Íslands í dag um að lækka stýrivexti. Breytingin tekur gildi frá og með deginum í dag.
Ármann Þorvaldsson forstjóri Kviku banka
„Frá upphafi höfum við lagt áherslu á gagnsæi og einfalt fyrirkomulag á húsnæðislánum Auðar þar sem vextir fylgja breytingum Seðlabankans. Með þessu fyrirkomulagi fær fólk lægri vexti strax þegar stýrivextir lækka. Þetta teljum við vera einfalt, skýrt og til hagsbóta fyrir heimilin.”
Nýja vaxtaprósentan er aðgengileg inn á audur.is
Yfirlit yfir þróun vaxta má finna hér