12. mars 2019
Auður býður sparnaðarreikninga fyrir einstaklinga með 4% vöxtum. Vextirnir eru greiddir mánaðarlega. Sparnaðarreikningarnir eru óbundnir og alltaf lausir til úttektar.
Bankaþjónusta Auðar er alfarið á netinu og er afar einföld og þægileg í notkun. Auður nýtir rafræn skilríki til auðkenningar og fara öll viðskipti fram í íslenskum krónum. Fljótlegt er að stofna reikning á slóðinni www.audur.is og það eina sem þarf eru rafræn skilríki. Lágmarksinnistæða hvers reiknings er 250.000 krónur en heimilt er að hafa lægri innistæðu í allt að 180 daga.
Ólöf Jónsdóttir, forstöðumaður Auðar:
Innlánsvextir á Íslandi eru lágir og með lítilli yfirbyggingu sáum við tækifæri til að geta boðið betri kjör en bjóðast núna. Kvika er í einstakri stöðu sem sá viðskiptabanki, sem er með hæstu arðsemi og eiginfjárhlutfall, en heldur ekki úti dýru útibúaneti. Við höfum horft til erlendra banka sem bjóða upp á svipaða þjónustu með góðum árangri. Kvika er fyrirtæki sem er í stöðugri þróun og þetta er nýjasta viðbótin við þjónustu okkar. Við höfum lagt áherslu á að þjónusta sparifjáreigendur, fjárfesta og athafnafólk með hagsmuni viðskiptavina okkar í forgrunni, þessi nýja vara er eðlilegt framhald af því. Þetta er gott dæmi um hvernig bankakerfið er að þróast og hvernig sú þróun getur bætt kjör viðskiptavina.