12. mars 2019

Auður, dóttir Kviku

Auður býður sparnaðar­reikn­inga fyr­ir ein­stak­linga með 4% vöxt­um. Vext­irn­ir eru greidd­ir mánaðarlega. Sparnaðar­reikn­ing­arn­ir eru óbundn­ir og alltaf laus­ir til út­tekt­ar.

Bankaþjón­usta Auðar er al­farið á net­inu og er afar ein­föld og þægi­leg í notk­un. Auður nýt­ir ra­f­ræn skil­ríki til auðkenn­ing­ar og fara öll viðskipti fram í ís­lensk­um krón­um. Fljót­legt er að stofna reikn­ing á slóðinni www.audur.is og það eina sem þarf eru ra­f­ræn skil­ríki. Lág­marks­inni­stæða hvers reikn­ings er 250.000 krón­ur en heim­ilt er að hafa lægri inni­stæðu í allt að 180 daga.

Ólöf Jóns­dótt­ir, for­stöðumaður Auðar:

Innlánsvextir á Íslandi eru lágir og með lítilli yfirbyggingu sáum við tækifæri til að geta boðið betri kjör en bjóðast núna. Kvika er í einstakri stöðu sem sá viðskiptabanki, sem er með hæstu arðsemi og eiginfjárhlutfall, en heldur ekki úti dýru útibúaneti. Við höfum horft til erlendra banka sem bjóða upp á svipaða þjónustu með góðum árangri. Kvika er fyrirtæki sem er í stöðugri þróun og þetta er nýjasta viðbótin við þjónustu okkar. Við höfum lagt áherslu á að þjónusta sparifjáreigendur, fjárfesta og athafnafólk með hagsmuni viðskiptavina okkar í forgrunni, þessi nýja vara er eðlilegt framhald af því.  Þetta er gott dæmi um hvernig bankakerfið er að þróast og hvernig sú þróun getur bætt kjör viðskiptavina.

Til baka