31. október 2022
Auður, dóttir Kviku, reyndist hlutskörpust í meðmælingu Maskínu í flokki fyrirtækja í fjármála- og tryggingastarfsemi.
Meðmæling Maskínu byggir á mælingum á því hversu líklegt fólk er til að mæla með (eða hallmæla) fyrirtækjum sem þau hafa átt viðskipti við. Niðurstöður mælinganna gefa góða tilfinningu fyrir stöðu fyrirtækja á íslenskum markaði enda hafa rannsóknir sýnt að meðmæli eru stór áhrifaþáttur í ákvörðunartöku neytenda um hvort stofna eigi til viðskiptasambands við fyrirtæki. Við óskum Auði til hamingju með áfangann.