04. apríl 2017

Arnar og Júlíus til liðs við markaðsviðskipti Kviku

Arnar Arnarsson og Júlíus Heiðarsson hafa verið ráðnir til markaðsviðskipta Kviku. Arnar og Júlíus hafa starfað á fjármálamörkuðum um árabil og hafa mikla reynslu og þekkingu á verðbréfamörkuðum, jafnt innanlands sem erlendis.

Arnar Arnarson kemur til Kviku frá Landsbankanum þar sem hann starfaði í markaðsviðskiptum frá árinu 2003. Áður vann Arnar hjá Búnaðarbankanum frá árinu 2000 við fyrirtækjaráðgjöf og síðar verðbréfamiðlun.

Júlíus Heiðarsson hóf störf hjá Landsbréfum árið 2000 við verðbréfamiðlun á bandarískum og evrópskum mörkuðum. Árið 2001 var Júlíus ráðinn til Landsbankans þar sem hann starfaði til ársins 2009 við verðbréfamiðlun, eigin viðskipti og sem sérfræðingur í markaðsviðskiptum. Árið 2010 var Júlíus ráðinn forstöðumaður markaða hjá Horni fjárfestingarfélagi og 2012 fór hann yfir til Landsbréfa þar sem hann starfaði sem sjóðstjóri. Frá árinu 2015 hefur Júlíus verið sjálfstætt starfandi ráðgjafi og starfað fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu.

Kvika hefur sterka stöðu á sviði markaðsviðskipta og árið 2016 var bankinn með 19,2% hlutdeild í veltu á Nasdaq Iceland. Gjaldeyrismiðlun Kviku hefur verið vaxandi og bankinn starfar sem viðskiptavaki og aðalmiðlari fyrir útgefendur skuldabréfa og hlutabréfa. 

Til baka