10. júní 2021

Áreiðanleikakönnun

Ríki um allan heim hafa tekið höndum saman til að koma í veg fyrir peningaþvætti og fyrirbyggja fjármögnun hryðjuverka. Fjármálafyrirtæki gegna lykilhlutverki í þessum aðgerðum og til þess að uppfylla okkar skyldur biðjum við alla okkar viðskiptavini um að fylla út áreiðanleikakönnun á rafrænu formi sem finna má á kyc.kvika.is.

Vinsamlega athugið að eins og stendur geta einungis prókúruhafar og framkvæmdastjórar svarað áreiðanleikakönnun fyrir hönd þeirra vðiskiptavina sem eru lögaðilar.

Lögaðilar þurfa að sanna á sér deili með upplýsingum úr fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra og bankanum ber bankanum að sannreyna upplýsingar um raunverulegan eiganda. Upplýsingar sem veittar eru verða þar af leiðandi bornar saman við opinbera skráningu lögaðilans og raunverulegra eigenda.

Þeir sem hafa heimild til að koma fram fyrir hönd lögaðila ber að sanna á sér deili með framvísun viðurkenndra persónuskilríkja. Þessir aðilar munu, í kjölfar þess að áreiðanleikakönnun hefur verið svarað, fá send smáskilaboð þar sem óskað er eftir því að viðkomandi sanni á sér deili. Það er gert með því að skrá sig inn á öruggt vefsvæði með rafrænum skilríkjum. Áreiðanleikakönnun verður ekki lokið fyrr en allir aðilar hafa sannað á sér deili með framangreindum hætti.

Ef viðskiptavinur er ekki með rafræn skilríki, framangreindum aðilum ekki til að dreifa fyrir hönd lögaðila, eða lögaðili er ekki skráður í fyrirtækjaskrá er hægt að hafa samband við bankann með því að senda tölvupóst á thjonusta@kvika.is eða í síma 540 3200.

Reglulega verður óskað eftir uppfærslu upplýsinga og þá kann bankinn að kalla eftir frekari upplýsingum eða gögnum undir ákveðnum kringumstæðum.

Til baka