06. september 2024

Auður hlýtur viðurkenningu Sjálfbærniássins 2024

Alls hlutu 16 fyrirtæki viðurkenningu þegar Sjálfbærniásinn 2024 var kynntur til sögunnar við hátíðlega athöfn í Háskólanum í Reykjavík þann 4. september. Sjálfbærniásinn hefur það að markmiði að meta viðhorf almennings til frammistöðu íslenskra fyrirtækja þegar kemur að sjálfbærni og skoraði Auður 75 stig af 100 sem skilaði fyrirtækinu öðru sæti á lista fyrirtækja á bankamarkaði og því sjöunda á lista yfir allar atvinnugreinar.

 

Viðmið Sjálfbærniássins er þannig að þau fyrirtæki sem hljóta yfir 70 stig sýna afbragðs góða frammistöðu en almenningur gerir sífellt ríkari kröfur um að fyrirtæki leggi meiri áherslu á sjálfbærni. Könnunin var framkvæmd frá janúar og fram í ágúst á þessu ári og voru þátttakendur 15.000 talsins – Íslendingar, 18 ára og eldri.

 

Það voru Hilmar Kristinsson og Helena Guðjónsdóttir sem tóku á móti viðurkenningunni fyrir hönd Auðar og voru þau að vonum stolt af þeim árangri sem náðst hefur í starfsemi fyrirtækisins.

Til baka