06. maí 2020

Apple Pay hjá Kviku

Frá og með 6. maí mun Kvika bjóða viðskiptavinum sínum upp á snertilausar greiðslur með Apple Pay. Hægt verður að virkja bæði debet- og kredikort Kviku í Apple Pay.

Apple Pay er einföld, örugg og hraðvirk greiðslulausn. Þegar greiðsla er framkvæmd notar Apple Pay sýndarnúmer sem kemur í stað kortnúmers og eru því greiðslur með Apple Pay þægilegri og öruggari en greiðslur með kortum.

Finna má allar helstu upplýsingar um Apple Pay hjá Kviku hér.

Viðskiptavinir sem eru með platinum kreditkort fá nýtt kort sent heim sem hægt er að virkja í Apple Pay.

Við hvetjum þig til að virkja kortið í Apple Pay í þínu snjalltæki!

Til baka