Fjárfestadagur Kviku verður haldinn fimmtudaginn 7. nóvember nk. Viðburðurinn fer fram í Norðurljósasal Hörpu frá kl. 12:00 - 16:00.
Á viðburðinum munu stjórnendur Kviku kynna stefnu og áherslur félagsins í kjölfar væntrar sölu TM auk þess að farið verður yfir helstu atriði í uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung 2024.