Við leggjum mikla áherslu á að upplýsingar um viðskiptavini, sem við búum yfir, séu réttar og hjálpi til við að veita okkar bestu mögulega þjónustu. Kviku banka er einnig skylt, á grundvelli laga nr. 140/2018, að búa yfir ákveðnum upplýsingum um viðskiptavini sína og er óheimilt að framkvæma viðskipti eða eiga í viðskiptasambandi nema þær liggi fyrir.
Hlutafélög (hf.), einkahlutafélög (ehf.) og samlagsfélög (slf.) geta svarað rafrænni áreiðanleikakönnun hér að neðan.
Önnur félög (s.s. sameignarfélög) eru beðin að fylla út eyðublaðið hér að neðan og senda á thjonusta@kvika.is