Áreiðanleikakönnun lögaðila

Kvika banki leggur mikinn metnað í að þjónusta við viðskiptavini sé fumlaus og snúi að þörfum viðskiptavina hverju sinni.

Það er okkur ekki síður mikilvægt að tryggja öryggi okkar viðskiptavina og vernda þá gegn hugsanlegum auðkennisþjófnaði eða annarri misnotkun í bankaviðskiptum.

Við leggjum því mikla áherslu á að upplýsingar um viðskiptavini, sem við búum yfir, séu réttar og hjálpi til við að veita okkar bestu mögulega þjónustu. Kviku banka er einnig skylt, á grundvelli laga nr. 140/2018, að búa yfir ákveðnum upplýsingum um viðskiptavini sína og er óheimilt að framkvæma viðskipti eða eiga í viðskiptasambandi nema þær liggi fyrir.

Við biðjum því forsvaraðila félagsins vinsamlegast um að fylla út könnunina hér að neðan.

Meðal upplýsinga sem við þurfum eru:

  • Skattaleg heimilisfesti
  • Upplýsingar um starfsemi
  • Stjórn, framkvæmdastjórn og prókúruhafar
  • Raunverulegir eigendur
  • Uppruni fjármuna
  • Upplýsingar sem tengjast eðli og tilgangi viðskiptasambands