Indices

Aðferðafræði vísitalna

Algengar spurningar

Upplýsingablöð

Um vísitölur Kviku eignastýringar

Vísitölur Kviku eignastýringar eru tíu talsins og sýna ávöxtun á íslenskum verðbréfamarkaði. Vísitölurnar ná yfir hlutabréf, ríkisskuldabréf og skuldabréf fyrirtækja og opinberra aðila sem skráð eru í NASDAQ OMX Iceland, eða íslensku kauphöllina.

Vísitölufjölskyldan inniheldur átta vísitölur, þ.e. eina yfirvísitölu, þrjár undirvísitölur og fjórar undir-undirvísitölur. Verðbréf sem gjaldgeng eru í þessum vísitölum þurfa að vera með samning um skipulega viðskiptavakt.

Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa (KVIKAc) tilheyrir ekki vísitölufjölskyldunni þar sem ekki er gerð krafa um samning um skipulega viðskiptavakt með verðbréf í vísitölunni. Verðmyndun er því óskilvirkari en í vísitölum sem tilheyra vísitölufjölskyldunni.

Hlutabréfavísitalan (KVIKAeqcap) tilheyrir ekki vísitölufjölskyldunni þar sem ákveðnar skorður eru settar varðandi hámarksvigt einstakra félaga.

Saman mynda þessar tíu vísitölur ítarlegt yfirlit yfir þróun fjármálamarkaðar á Íslandi.

Vísitölurnar eru sendar út endurgjaldslaust í lok hvers viðskiptadags til áskrifenda. Hægt er að skrá sig með því að senda póst á visitolur@kvika.is. Söguleg gögn þeirra má nálgast hjá Bloomberg og Kóða og er notkun þeirra heimil gegn því að heimildar sé getið.

Tilgangur

Tilgangur vísitalna getur verið margvíslegur:

1. Endurspegla þróun á mörkuðum
Að jafnaði eru vísitölur á verðbréfamörkuðum notaðar til að varpa ljósi á almenna þróun markaðar yfir tíma. Í daglegu máli, þegar talað er um að „markaðurinn“ sé að hækka eða lækka, er því gjarnan átt við vísitölu sem notuð er sem fulltrúi markaðarins.

2. Fjárfestingarviðmið
Vísitölur geta verið eins konar hlutlaust mat á þeirri ávöxtun sem fjárfestir getur vænst með því að fjárfesta á þeim markaði sem vísitalan mælir. Þannig má meta frammistöðu sjóða sem standa fjárfestum til boða á markaði og meta hvort að virk stýring sjóðsstjóra skili umframávöxtun sem standi undir þóknun sjóðsins.

3. Vísitölusjóður
Í því tilviki fylgir sjóður ákveðinni vísitölu með því að fjárfesta í sömu hlutföllum og samsetning vísitölunnar segir til um.

Útreikningur og birting vísitalna Kviku eignastýringar er liður í að auka gagnsæi og skilvirkni á íslenskum verðbréfamarkaði. Þessu markmiði er náð fram með daglegri birtingu vísitalnanna og mánaðarlegri birtingu á hlutfallsvigtum þeirra.

Tölulegar upplýsingar vísitalna

Yfirlit fyrir 31.05.2022