Forsíða /
Um Kviku /
Framkvæmdastjórn /
Ragnar Páll Dyer

Ragnar Páll Dyer

Framkvæmdastjóri fjármálasviðs

Ragnar Páll Dyer hóf störf innan samstæðu Kviku árið 2010 og varð framkvæmdastjóri Júpíter rekstrarfélags árið 2013. Hann tók við sem framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Kviku árið 2019. Ragnar hefur starfað á fjármálamörkuðum frá árinu 2007.

Áður en Ragnar hóf störf hjá samstæðu Kviku starfaði hann sem sjóðstjóri og einn af eigendum Teton fjárstýringar. Þar áður starfaði hann hjá Straumi fjárfestingabanka sem miðlari og sérfræðingur í vöxtum og vaxtaafleiðum. Fyrir þann tíma starfaði Ragnar hjá Creditinfo Group sem framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs og sem deildarstjóri vefþróunar hjá Símanum.

Ragnar hefur lokið Stjórnendanámi Stanford háskóla, er með BSc gráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.