Ólöf Jónsdóttir er véla- og iðnaðarverkfræðingur (BS) frá Háskóla Íslands og hefur lokið meistaranámi í aðgerðarrannsóknum frá London School of Economics.
Ólöf hefur starfað í hálfan annan áratug á íslenskum fjármálamarkaði. Frá árinu 2017 starfaði hún hjá Kviku banka, fyrst sem forstöðumaður stefnumótunar og rekstrarstjórnunar, síðar sem forstöðumaður fjártækni, framkvæmdastjóri Lykils fjármögnunar og nú síðast sem framkvæmdastjóri rekstrar- og þróunarsviðs Kviku. Hún tók við starfi framkvæmdastjóra viðskiptabankasviðs í apríl 2022.