Marinó Örn Tryggvason hóf störf sem aðstoðarforstjóri Kviku í ágúst 2017 og tók við sem forstjóri í maí 2019. Marinó starfaði áður í eignastýringu Arion banka og forvera bankans frá árinu 2002.
Á árunum 2014 til 2017 var Marinó aðstoðarframkvæmdastjóri eignastýringar Arion banka og á árunum 2007 til 2014 var hann forstöðumaður eignastýringar fagfjárfesta. Marinó sat í stjórn Varðar Trygginga frá 2016 til 2017. Marinó er með BSc í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.