Forsíða /
Um Kviku /
Framkvæmdastjórn /
Gunnar Sigurðsson

Gunnar Sigurðsson

Framkvæmdastjóri Kviku Securites

Gunnar gekk til liðs við Kviku árið 2015 og tók við starfi framkvæmdastjóra breskrar starfsemi Kviku í byrjun árs 2017. Hann hefur margra ára reynslu í fjármálageiranum alþjóðlega, þ.m.t. í viðskiptabönkum, fjárfestingabönkum og fjárfestingafélögum.  Gunnar hefur starfað í tæplega 20 ár í Bretlandi og þar áður í um 10 ár í Bandaríkjunum. Áður en Gunnar hóf störf hjá Kviku var hann í ýmsum störfum tengdum fjármálastarfsemi og á árunum 2003-2009 starfaði hann hjá Baugi Group, þ.m.t. sem forstjóri þess á árunum 2007-2009. Þar áður var hann forstöðumaður sambankalána og alþjóðlegra fjárfestinga hjá Íslandsbanka árin 1999 – 2003 og hjá alþjóðasviði First Chicago NBD bankans í Detroit árin 1995 - 1999.