Banki umbreytinga

Kvika er öflugur banki sem stuðlar að umbreytingu og samkeppni á fjármálamarkaði

„Tilgangur Kviku er að auka samkeppni og einfalda fjármál viðskiptavina með því að nýta innviði og fjárhagslegan styrk. Gildi Kviku eru langtímahugsun, einfaldleiki og hugrekki. Félagið leggur áherslu á að hugsa til framtíðar og stuðla að sjálfbæru samfélagi með virkri þátttöku.“

Kvika eignastýring

Alhliða fjármálaþjónusta fyrir efnameiri einstaklinga, sjóði og stofnanir með áherslu á langtímaárangur

Sjá meira

Sjálfbærni

Sjálfbærniskýrsla 2024

Sjálfbærniskýrsla Kviku fyrir árið 2024 er gefin út samhliða ársreikningi Kviku og dótturfélaga. Í skýrslunni eru gerð skil á árangri félagsins í málefnum sem snerta sjálfbærni, það er umhverfis- og félagsmál, sem og stjórnarhætti (einnig vísað til sem „UFS“). Við gerð skýrslunnar hefur Kvika í fyrsta sinn staðla European Financial Reporting Advisory Group sem bera heitið European Sustainability Reporting Standards eða ESRS til hliðsjónar við upplýsingagjöf fyrir valda gagnapunkta.

Sjálfbærniskýrslan í PDF

Fréttir

21. mars 2025

Kvika banki breytir vöxtum

Í kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands 19. mars 2025 þar sem meginvextir lækkuðu um 0,25%, lækkar Kvika banki vexti.

28. febrúar 2025

Sala á TM frágengin

Kvika banki og Landsbankinn gengu í dag frá kaupum Landsbankans á 100% hlutafjár TM trygginga hf. Afhending á tryggingafélaginu fór fram samhliða því og greiddi Landsbankinn Kviku banka umsamið kaupverð við afhendingu.

21. febrúar 2025

Kaup Landsbankans á TM samþykkt  

Samkeppniseftirlitið hefur nú kunngert að gerð hafi verið sátt við Landsbankann vegna kaupa á 100% hlutafjár TM trygginga hf. af Kviku banka. Þar með hefur fyrirvörum í kaupsamningi sem lúta að samþykki fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands og Samkeppniseftirlitsins verið aflétt.

Sjá allar fréttir